Vélaviðgerðir
Búvélaverkstæðið Skipanesi sér um allar viðgerðir á dráttarvélum, landbúnaðarvélum og vörubifreiðum.
Véla- og verktakavinna
Hvers kyns tegundir véla- og verktakavinna, hvort sem það er jarðvegs-, krana- eða gröfuvinna þá bjóðum við upp á það.
Málmsmíði
Verkstæðið okkar er búið fullkomnum tækjabúnaði til málsmíða. Renniverkstæði er til staðar með góðum rennibekk ásamt fræsara. Járnsmiðjan er vel tækjum búin. Á staðnum er plötusax, kantpressa, legupressur (60T og 100T), stangarvals, plötuvals og fjölklippur. Einnig eru tveir 10 tonna brúkranar á staðnum.
Jarðvegsvinna
Stórar sem smáar vinnuvélar til jarðvegsvinnu eins og jarðvegsskipti, jöfnun og lögun lóða og gerð göngustíga og malarvega.
Framleiðsluvörur
Flestar tegundir málmsmíða, alls konar járnsmíði og sérsmíði fyrir hesthús, vagna o.fl.
Flutningar
Hvers kyns tegundir flutninga, hestaflutninga, vélaflutninga, gámaflutninga, húsaflutninga, sauðfjárflutninga, lausafarmsflutninga og malarflutninga. Á staðnum er kranabíll, mannkörfur, krabbi, malarvagn, vélavagn (13,5m, gámalásar fyrir 1×20″ gám og 39t burðargetu), flatvagn (12m, getur tekið 1×40″ gám eða 2x 2″ gáma), Man 19-414 vörubíll, Scania R420 dráttar- og kranabíll.